fbpx

Algengar spurningar

Innifalið í verðinu er allur kostnaður við kaup og innflutning bifreiðarinnar til Íslands og skráningu á Íslandi, svo sem erlent kaupverð á bifreiðinni, forflutningur, sjóflutningur, hafnargjöld, flutningstryggingar, forskráningargjald, vörugjald, virðisaukaskattur (ef bifreiðin ber þau gjöld) nýskráningargjald, umferðaröryggisgjald og kostnaður vegna númera platna.

Yfirleitt eigum við ekki bíla tilbúna til afhendingar á Íslandi. Það kemur þá sérstaklega fram í auglýsingunni á bílnum ef bíllinn er staðsettur á Íslandi og tilbúinn til afhendingar.

Nei við erum ekki með sýningarsal eða skrifstofu þar sem við tökum á móti viðskiptavinum í kaffi eða spjall. Við reynum að halda öllum kostnaði í algjöru lágmarki til þess að geta boðið þér bíl á betra verði.

Ef bíllinn kemur frá Evrópu gefum við okkur 4-8 vikur til að sjá um allt ferlið frá því að þú greiðir inn á bíllinn til okkar þar til bíllinn er komin í þínar hendur tilbúinn til notkunar á Íslandi.

 

Ef bíllinn kemur frá Bandaríkjunum gefum við okkur 8-12 vikur til að sjá um allt ferlið frá því að þú greiðir inn á bíllinn til okkar þar til bíllinn er komin í þínar hendur tilbúinn til notkunar á Íslandi.

Ef bíllinn kemur frá Evrópu gilda sömu reglur um verksmiðjuábyrgð eins og ef bíllinn væri keyptur af bílaumboðið á Íslandi. Það getur verið mismunandi eftir framleiðanda hversu löng verksmiðjuábyrgðin er, en bílaframleiðendur bjóða upp á allt frá 2-7 ára ábyrgð. Einnig getur verksmiðjuábyrgð miðast við fjölda ekinna kílómetra. Verksmiðjuábyrgð miðast alltaf við fyrsta skráningardag bílsins erlendis og kemur hann fram í kaupsamningi sem þér verður sendur til undirritunar áður en gengið er frá kaupum á bílnum.

 

Ef bíllinn kemur annarstaðar frá en Evrópu, til dæmis frá Bandaríkjunum, þá getur verksmiðjuábyrgð takmarkast við viðkomandi markaðssvæði þ.e. bíllinn væri þá ekki í ábyrgð á Íslandi. Það er samt sem áður möguleigi að hægt sé að kaupa ábyrgð frá íslensku tryggingarfélagi á bílinn sem jafngildir   verksmiðjuábyrgð. Vinsamlegast hafðu samband við okkur til þess að fá nánari upplýsingar um þetta atriðið.

Nei, við tökum ekki bíla uppí.

Skúlason Bílar er rekið af Skúlason ehf. kt. 500920-1220 með aðsetur að Laugalind 12, 201 Kópavogi. Eigandi og framkvæmdarstjóri Skúlason ehf. er Árni Þór Skúlason. Hér má lesa meira um Árna Þór og hans sögu í bílaiðnaðnum á Íslandi en Árni Þór hefur starfað við bílasölu og bílainnflutning frá árinu 2005. Sjá hér